SR - Björninn umfjöllun


Úr leik liðanna á föstudaginn                                                               Myndir: Sigrún Björk Reynisdóttir


Skautafélag Reykjavíkur og Björninn áttust við á íslandsmótinu í íshokkí á föstudagskvöld. Leiknum lauk með sigri SR sem gerðu 6 mörk gegn 5 mörkum gestanna. Jafn var að loknum hefðbundnum leiktíma, þ.e. bæði lið höfðu gert fimm mörk og þurfti því að framlengja leikinn til að fá úr því skorið hvort liðið tæki aukastigið sem í boði var.

Liðin skiptust á að hafa forystuna í leiknum en það voru Bjarnamenn sem komust yfir með marki frá Matthíasi Skildi Sigurðssyni þegar lotan var rúmlega hálfnuð. Ragnar Kristjánsson  jafnaði hinsvegar metin fyrir SR-inga skömmu síðar. Matthías kom hinsvegar Bjarnarmönnum aftur yfir en öll mörkin þrjú komu á innan við tveimur mínúnum.

Annað var hinsvegar upp á teningnum í annarri lotu því hana unnu SR-ingar með tveimur  mörkum gegn einu. Fyrra mark þeirra átti Daníel Hrafn Magnússon en þetta var jafnframt hans fyrsta mark í meistaraflokki karla. Síðara mark SR-inga átti Andri Þór Guðlaugsson en mark Bjarnarmanna gerði Falur Birkir Guðnason. Staðan því 3 – 3 eftir aðra lotu og spennandi lokalota framundan.

Jafnræði var með liðunum í  þriðjju lotu en það voru Bjarnarmenn sem komu sér í afar vænlega stöðu með því að skora tvö mörk og breyta stöðunni í 3 - 5. SR-ingar gáfust hinsvegar ekki upp  og jöfnuðu leikinn þegar um þrjár mínútur voru eftir en jöfnunarmakið átti Daniel Kolar. Framlenging var því staðreynd.

Í framlengingunni var síðan Daniel aftur á ferðinni þegar hann skoraði gullmarkið mikilvæga en um þrjár mínútur voru liðnar af lotunni þegar það kom.


Mörk/stoðsendingar SR:

Daniel Kolar 2/1
Egill Þormóðsson 1/1
Andri Þór Guðlaugsson 1/0
Daníel Hrafn Magnússon 1/0
Ragnar Kristjánsson 1/0
Gauti Þormóðsson 0/2
Steinar Páll Veigarsson 0/2
Arnþór Bjarnason 0/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1
Kristján Gunnlaugsson 0/1

Refsingar SR: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Matthías Skjöldur Sigurðsson 2/1
Falur Birkir Guðnason 1/0
Brynjar Bergmann 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Einar Sveinn Guðnason 0/1
Hjörtur Geir Björnsson 0/1
Bergur Einarsson 0/1
Sigurður Óli Árnason 0/1

Refsingar Björninn: 32 mínútur.