SR - BJÖRNINN í kvöld miðvikudag í Laugardal

Í kvöld er leikið í meistaraflokk karla í Skautahöllinni í Laugardal, þar eigast við klukkan 20:30 Skautafélag Reykjavíkur og Björninn, sannkallaður Derby leikur Reykjavíkur liðanna.
Án efa verður leikurinn æsispennandi og og hart verður tekist á. Liðin hafa mæst einu sinni áður í vetur og þá hafði SR sigur 7-4 í skemmtilegum leik. SR hefur leikið þrjá leiki í deildinni og sigrað í þeim öllum og er því með fullt hús stiga.  Björninn hefur einnig leikið 3 leiki og er með 4 stig eftir tvo sigra og eitt tap. Skautafélag Akureyrar hefur leikið 4 leiki og er með 3 stig eftir einn sigur og eitt jafntefli og tvö töp. Nýliðar Narfa frá Hrísey hafa leikið 4 leiki og reka lestina með 1 jafntefli og 3 töp. Við hvetjum áhugamenn til að fjölmenna í Skautahöllina í Laugardal.