SR - Björninn; 9 - 1

Í þriðjudagskvöldið fór fram Derby-leikur í Höfuðborginni þegar Skautafélag Reykjavíkur og Björninn mættust í Íslandsmótinu í meistaraflokki karla.   Leikurinn var jafn í upphafi og öll teikn á lofti um jafnan og spennandi leik en eina mark fyrstu lotu skoruðu SR-ingar.   Í næstu lotu fór SR er að síga framúr og jók forystu sína í 5 - 1 og bættu svo enn um betur og skoruðu 4 mörk í þriðju og síðustu lotunni og unnu 9  -  1 sigur.  Heldur óvænt úrslit í ljósi jafnra viðureigna milli liðanna í vetur.  Loturnar fóru þá (1-0),(4-1) og (4-0).   Mörk og stoðsendingar:   SR: Gauti Þormóðsson 2/2, Daniel Kolar 2/1, Egill Þormóðsson 1/2, Pétur Maack 1/1, Martin Soucek 0/1, Kári Valsson 1/0, Ragnar Kristjánsson 0/1, Þorsteinn Björnsson 0/1, Andri Þór Guðlaugsson 1/0, Steinar Páll Veigarsson 0/1, Stefán Hrafnsson 0/1, Þórhallur Viðarsson 0/1.   Björninn: Daði Örn Heimisson 1/0, Birgir Jakob Hansen 0/1.