SR - Bjorninn 5 - 8

Í gærkvöldi áttust við í Skautahöllinni í Laugardal SR og Björninn í meistaraflokki.  Björninn vann frekar auðveldan sigur á því sem að virtist áhugalítið lið SR. Björninn var líklega að spila sinn besta leik í vetur og ljóst er að félagið er til alls líklegt ef það heldur sama dampi og í gær. Nokkuð var um útafrekstra á báða bóga og gerðu bæði lið sig sek um ótrúlega klaufaleg stór og smá ásetningsbrot.  Loturnar fóru (2-4)(0-2)(3-2) samtals 5-8.