SR - Björninn 3. leikur í úrslitum


Úr leik liðanna á laugardagskvöldið                                                           Mynd: Höskuldur Höskuldsson

Á laugardagskvöld léku í Skautahöllinni í Laugardal lið Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins . Leikurinn var þriðji leikurinn í úrslitarimmu liðanna um íslandsmeistaratitilinn og lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fjögur mörk gegn tveimur mörkum SR-inga.

Segja má að leikurinn hafi verið ærið kaflaskiptur en greinilegt var að bæði lið vildu fara varlega til að byrja með. Það voru Bjarnarmenn sem sóttu meira í fyrstu lotunni en hvorki þeim né SR-ingum tókst þó að skora í lotunni og staðan þvi 0 – 0 að lokinn fyrstu lotu.

Í annarri lotunni sneris dæmið alveg við. SR-ingar sóttu á meðan Bjarnarmenn vörðust en þeir voru nokkuð tíðir gestir í refsiboxinu í miðlotunni. Pétur Maack kom SR-ingum yfir þegar um þrjár mínútur voru liðnar af lotunni. Tíu mínútum síðar jafnaði Birgir Jakob Hansen metin fyrir Bjarnarmenn sem á þeim tíma voru manni færri á ísnum. Fyrrnefndur Pétur sá þó til þess að SR-ingar færu inn í leikhléið með mark til góða en markið kom þegar rúmlega mínúta var til leikhlés.

Aftur snerisist dæmið við í þriðju lotu því þá sótti Björninn að öllu meiri kappi en heimaliðið. Þegar rúmar fjórar mínútur voru liðnar af lotunni náði Ólafur Hrafn Björnsson að jafna metin fyrir Björninn og 25 sekúndum seinna kom Sergei Zak þeim yfir. Það var síðan varnarmaðurinn Róbert Freyr Pálsson sem innsiglaði sigur gestanna í Birninum fjórum sekúndum fyrir leikslok.

Mörk/stoðsendingar SR

Pétur Maack 2/0
Svavar Steinsen 0/1
Arnþór Bjarnason 0/1
Robbie Sigurdsson 0/1
Guðmundur R. Björgvinsson 0/1

Refsingar SR: 20 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Birgir Jakob Hansen 1/ 1
Róbert Freyr Pálsson  1/1
Ólafur Hrafn Björnsson  1/0
Sergei Zak 1/0
Gunnar Guðmundsson 0/1
Birkir Árnason 0/1

Refsingar Björninn: 40 mínútur

HH