SR - Björninn 2. fl. úrslit

SR-ingar unnu í kvöld Bjarnarmenn með 11 mörkum gegn 5 í leik sem fram fór í Laugardalnum. Staðan eftir 1. lotu var 5 - 2 og eftir aðra lotu 7 - 3 og eins og áður sagði 11 - 5 þegar flautað var til leiksloka. Markahæstir í liði SR-inga voru þeir Tómas Tjörvi Ómarsson og Egill Þormóðsson sem gerðu tvö mörk hvor en hjá Birninum var Hjörtur Geir Björnsson markahæstur einnig með tvö mörk.

HH