SR - Ásynjur umfjöllun

Frá leik liðanna fyrr í vetur
Frá leik liðanna fyrr í vetur

Skautafélag Reykjavíkur og Ásynjur léku í gærkvöld á íslandsmótinu og fór leikurinn fram í Laugardalnum. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu tíu mörk án þess að SR-konur næðu svara fyrir sig. Ásynjur hafa því enn ekki tapað leik í deildarkeppninni og með sama áframhaldi verður engin breyting þar á.

Það var strax í fyrstu lotu sem Ásynjur fóru langt með að tryggja sér sigurinn í leiknum því að henni lokinni var staðan orðin 0 – 5 þeim í vil. Sarah Smiley, sem hefur verið frá vegna meiðsla um tíma, opnaði markareikninginn fyrir Ásynjur á áttundu mínútu og á næstu sjö mínútum bættu Ásynjur fjórum mörkum við.

Í annarri lotu bættu Ásynjur þremur mörkum við en tvö þeirra komu fljótlega eftir að lotan hófst. Þar voru á ferðinni þær Sólveig Smáradóttir og Guðrún Blöndal. Hrund Thorlacius bætti svo við þriðja markinu undir lok lotunnar.

Í þriðju lotunni bætti Sólveig Smáradóttir við sínu öðru marki áður en Guðrún Blöndal fullkomnaði þrennu sínu skömmu eftir miðja lotu.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Guðrún Blöndal 3/0
Hrund Thorlacius 2/0
Sólveig G. Smáradóttir 2/0
Sarah Smiley 2/0
Védís Valdimarsdóttir 1/2
Anna Sonja Ágústsdóttir 0/2
Thelma Guðmundsdóttir 0/2
Arndís Sigurðardóttir 0/1
Margrét Róbertsdóttir 0/1
Elísabet Kristjánsdóttir 0/1

Refsingar Ásynjur: Engar

Refsingar SR: 2 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH