SR - Ásynjur umfjöllun


Eldri mynd úr leik liðanna.                                                                                                  Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Skautafélag Reykjavíkur og Ásynjur áttust við á íslandsmótinu á föstudagskvöld. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu 17 mörk gegn engu marki SR-kvenna.

Í fyrstu lotunni náðu SR- stúlkur að standa nokkuð í Ásynjum sem þó sóttu, rétt einsog tölurnar gefa til kynna voru Ásynjur með góð tök á leiknum allan tímann. Sólveig Smáradóttir átti tvö fyrstu mörk leiksins og Thelma María Guðmundsdóttir það þriðja en það voru mörkin sem litu dagsins ljós í fyrstu lotunni. Í annarri og þriðju lotunni bættu svo Ásynjur við sitthvorum sjö mörkunum. Þetta var fimmti leikur Ásynja á tímabilinu og liðið í góðri stöðu en það hefur einungis tapað einu stigi. 

Refsingar SR: 16 mínútur

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Sólveig Gærdbo Smáradóttir 4/0
Thelma María Guðmundsdóttir 3/0
Arndís Eggerz Sigurðardóttir 2/3
Guðrún Marín Viðarsdóttir 2/0
Sarah Smiley 1/4
Védis Valdemarsdóttir 1/2
Birna Baldurstóttir 1/2
Eva María Karvelsdóttir 1/0
Margrét Róbertsdóttir 1/0
Linda Brá Sveinsdóttir 1/0
Anna Sonja Ágústsdóttir 0/2
Elísabet Kristjánsdóttir 0/2 

Refsingar Ásynjur: 6 mínútur. 

HH