Sprengjuhokkí

Í nýjasta tölublaði Monitor er viðtal við meðlimi popphljómsveitarnnar Sprengjuhallarinnar. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema hvað hljómsveitin ákvað að auka enn á vinsældir sínar frá þvi sem nú er. Var það m.a. gert með því að klæðast landsliðsgöllum Íslands í íshokkí þegar kom að myndatöku fyrir tímaritið. Engum sögum fer að kunnáttu þeirra Sprengjuhallarmanna í íshokkí enda fáir til vitnis um þá takta sem þeir sýndu á svellinu. Þess má þó geta að Richard Tahtinen landsliðsþjálfari var viðstaddur en sá ekki ástæðu til að skoða þessa leikmenn nánar. 

Þeir sem vilja eignast þetta ágæta tímarit er bent á að það fæst frítt  í 10-11, Bónusvídeó, Subway og í verslunum Kringlunnar, Smáralindar og miðbæjarins.

HH