Spánverjar sterkari í endann

Nú er leik lokið í landsleik Íslands og Spánar á heimsmeistaramóti unglinga undir 20 ára sem leikin er í Rúmeníu. Spánverjar unnu okkur á endasprettinum 3 - 4. Það var Gauti Þormóðsson sem setti mark á spanjólana í fyrsta leikhluta þegar þeir voru í power play og við manni færri. Það voru síðan Þorsteinn Björnsson og Úlfar Andrésson sem að skoruðu fyrir okkur í öðrum leikhluta. Nú berast þær fréttir að Spánn hafi unnið leikinn 3 - 4 og því hefur okkar mönnum ekki tekist að skora í síðustu lotunni og Spánverjarnir stolið frá okkur sigri.

Meira verður skrifað um leikinn síðar í kvöld undir U-20 hlekknum og síðan má ná í tölulegar upplýsingar um leikinn síðar í kvöld á síðu Alþjóða Íshokkísambandsins www.iihf.com