Spánn - Ísland

Íslenska landsliðið í íshokkí skipað leikmönnum 20 ára og yngri lék sinn síðasta leik í 2. deild heimsmeistaramótsins í Tallinn í Eistlandi í dag og var leikið gegn spánverjum.  Leiknum lauk með sigri spánverjanna sem gerðu eitt mark gegn engu marki íslenska liðsins.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrstu lotunni en í henni kom þó markið sem skildi liðin að í lokin. Það kom um miðbik lotunnar en þá nýttu spánverjarnir sér að þeir voru einum fleiri á ísnum. Markið gerði Alejandro Hernandez.

Í annarri lotunni náðu spánverjarnir góðum tökum á leiknum og sóttu stíft á meðan leikmenn íslenska liðsins gerðust nokkuð þaulsætnir í refsiboxinu.

Leikurinn jafnaðist svo aftur út í þriðju lotunni en þrátt fyrir að íslenska liðið tæki marmann sinn af velli undir blálokin til að fjölga í sókninni dugði það ekki til.

Íslenska liðið er sem stendur í næstneðsta sæti riðilsins en liðið í neðsta sætinu fellur um deild. Það ræðst því í leik kvöldsins, sem er milli belga og eista hvaða lið fellur. Tapi belgar leiknum er íslenska lið áfram uppi. Tapi hinsvegar eistarnir leiknum með fimm marka mun falla þeir um deild.

HH