Sóttvarnarreglur ÍHÍ

Í framhaldi af auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins (skoða hér) um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem útgefin var 12. ágúst síðastliðinn hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands  (ÍSÍ)  og sóttvarnarlæknir staðfest sóttvarnarreglur Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) um sóttvarnir á æfingum og leikjum vegna COVID-19.

Sóttvarnarreglur ÍHÍ

Íshokkísamband íslands leggur mikla áherslu á að vel takist til svo hægt verði að æfa og keppa  á komandi keppnistímabili.

Vinsamlega kynnið ykkur reglurnar mjög vel og kynnið þær sérstaklega vel fyrir starfsmönnum, þjálfurum og leikmönnum.

Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga verði með þeim hætti að hægt sé að æfa og keppa á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að vera áfram næstu misseri.

Sóttvarnarreglur ÍHÍ gilda þar til annað er kynnt.

Í samræmi við þessar reglur ber aðildarfélögum ÍHÍ að tilkynna hver sé þeirra sóttvarnarfulltrúi og auglýsa það sérstaklega.