Sorgleg uppákoma í leik kvöldsins

Leikur kvöldsins milli SR og Bjarnarins var komin á 28 mínútu og 2 sekúndu þegar, þjálfari Bjarnarins Sergei Zak ákvað draga lið sitt út úr leiknum. Staðan í leiknum var þá 4 - 1 fyrir SR.  Nokkuð hafði gengið á í leiknum og var augljóst að Bjarnarmenn voru ekki sáttir við dómgæsluna.  Leikurinn var flautaður af þegar lið Bjarnarins hafði gengið til búnings herbergja og kom ekki á völlin í dómarakast sem taka átti.
 
Það er persónuleg skoðun þess sem undir þetta ritar að þessi framkoma sé með öllu óafsakanleg og ekkert geti réttlætt hana hvað sem á dynur.  Íþróttahreyfingin hefur ýmsar leiðir til þess að koma með formlegum hætti fram kvörtunum, hvort sem þær snúa að dómgæslu, umgjörð leiksins eða öðru. Það að draga lið út úr miðjum kappleik er vanvirðing við íþróttina sjálfa, stuðningsmenn og áhorfendur hennar án tillits til þess hvaða félagi eða hópum menn tilheyra.
 
Viðar Garðarsson, formaður ÍHÍ