Sólveig Smáradóttir leikmaður SA í þriggja leikja bann

Aganefnd ÍHÍ hefur úrskurðað leikmann SA í meistaraflokki kvenna Sólveigu G. Smáradóttur í þriggja leikja bann. Þetta er lengsta bann sem að kvennkyns leikmaður hefur hlotið frá því að farið var að leika í meistaraflokki kvenna. Dóminn fær Sólveig fyrir að sýna dómara leiksins óvirðingu. Dóminn í heild sinni má lesa hér til hliðar undir hlekknum "Úrskurðir aganendar"