Sögulegur leikur

Leikur SR og Bjarnarins í gær 20.11.2003 var sögulegur að því leiti að þar var Rúnar Rúnarsson að þreyta frumraun sína sem aðaldómari og í fyrsta skipti í Íslenskri hokkísögu voru tvær konur línudómarar í leik í meistaraflokki karla. Hér til hliðar má sjá á mynd dómaratríó kvöldsins, frá vinstri Berglind Ólafsdóttir, Rúnar Freyr Rúnarsson, Mari Lhetonen. Góður rómur var gerður að dómurum kvöldsins sem allir stóðu sig með mikilli prýði. ÍHÍ óskar þeim öllum til hamingju.