Slóð dagsins

Ég hef ákveðið að gera smá tilraun hérna á heimasíðunni. Alltaf þegar einhver sendir okkur góða slóð, annað hvort með góðri lesningu um íshokkí eða góðum myndum t.d. af youtube þá verður það birt undir fréttinni slóð dagsins.

Við byrjum á henni Stínu Jóhanns sem er doktornemi í málvísindum í Kanada. Hún er mikill hokkíáhugamaður fyrst við erum komnir til hennar þá stelum við líka tenglinum á myndskot dagsins hjá henni. Þeir sem hafa tengla að senda endilega látið þá koma á ihi@ihi.is Ekki er verra að stuttar skýringar/lýsingar fylgi með.

HH