Skráning á íslandsmót komandi tímabils

Samkvæmt grein 2.1 í reglugerð 13 um framkvæmd móta  tilkynnir Mótanefnd ÍHÍ að föstudaginn 22. júní klukkan 15.00 verður dregið um leikjaröð á íslandsmótinu í íshokkí. Drátturinn fer fram í fundarsal ÍSÍ merktur A. Samkvæmt sömu grein í reglugerðinni hafa aðildarfélög ÍHÍ nú 2 vikur til að skrá lið til keppni í öllum flokkum.  

ÍHÍ vill einnig minna á grein 1. í reglugerð nr. 6 um dómgæslu á mótum en þar segir til um hvaða lágmarkskröfur eru gerðar til félaga varðandi skráningu dómara svo að félögin öðlist þátttökurétt á Íslandsmóti. Greinar þær sem vitnað er í hér á undan, má sjá hér að neðan.


13.2.1
Íslandsmót í meistaraflokki skal vera samkvæmt reglugerð sem er staðfest af íshokkíþingi. Mótið er opið öllum aðildarfélögum ÍHÍ og skal draga um röð leikja að viðstöddum fulltrúum allra félaga sem æskja þátttöku. Mótanefnd skal tilkynna aðildarfélögum með 3 vikna fyrirvara um hvar og hvenær dregið verður um leikjaröð og hafa þau þá 2 vikna frest til að skrá lið til keppni.

6.1 Sérhvert félag sem tilkynnir þátttöku i mótum á vegum ÍHÍ öðlast ekki þátttökurétt fyrr en það hefur tilnefnt virka dómara til að dæma fyrir þess hönd. Fyrir lið í mfl. Karla og kvenna samanlagt skal tilnefna 2 aðaldómara og 2 línudómara. Fyrir yngri aldursflokka skal hvert félag tilnefna 3 dómara allir þessir dómarar skulu standast hæfnispróf dómaranefndar til að tilnefning þeirra sé gild.

 

F.h. Mótanefndar

Hallmundur Hallgrímsson