Skills challange

Eins og við sögðum frá í frétt hér á síðunni okkar fyrir u.þ.b. mánuði fer að fara af stað svokölluð Skills Challange keppni sem ætluð er börnum og unglingum fæddum 1993 og síðar. Við höfum fyrir nokkru pantað búnaðinn sem notaður verður og er hann kominn í hús og verður dreift til félaganna á næstu dögum. Alþjóða íshokkísambandið hefur líka sett upp sérstaka heimasíðu sem notuð verður vegna keppninar og geta þáttakendur kynnt sér allt um þessa keppni þar. Þeir sem hafa eitthvað gott íslenskt nafn sem nota mætti með hinu enska mega líka gjarnan koma því á framfæri við ihi@ihi.is

HH