Skemmtileg nýbreytni

Skautahöllin í Laugardal hefur nú tekið upp þá skemmtilegu nýbreytni að keila af 1/3 af svellinu og leyfa ungum hokkíspilurum að leika sér þar. Um þetta má m.a. sjá frétt á heimasíðu SR. Að sjálfsögðu er þetta hið besta mál. Krakkarnir sem hafa mikinn áhuga og vilja fá að spreyta sig utan æfinga get nú farið niður eftir og leikið sér. Þetta eykur líka möguleika á að aðrir ungir gestir sem koma í Laugardalinn fái áhuga á að spreyta sig í hokkí. Semsagt hið besta mál.

HH