Skautasvell

Stjórn ÍHÍ hefur jafnt og þétt minnt bæjarfélög á nauðsyn þess að byggja skautahús í þeirra bæjarfélagi. Þótt staðan hjá sumum bæjarfélögum sé vissulega slæm þá eru líka einhver sem standa ágætlega. Þau bæjarfélög sem heimsótt hafa verið síðastliðin ár eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Reykjanesbær. Einnig sendi stjórn ÍHÍ nýlega bréf til bæjarráðs Garðabæjar þar sem skorað var á Garðbæinga að byggja svell. Eins og sjá má í 3. lið var bréfinu vísað til íþrótta- og tómstundaráðs og vonandi fær hugmyndin góðan hljómgrunn þar.

HH