Skautafélag Reykjavíkur hampar Íslandsmeistaratittli í 3. og 4. aldursflokki

Skautafélag Reykjavíkur vann sannfærandi sigur í 3. aldursflokki þar lék liðið 12 leiki á tímabilinu sigraði í 11 og tapaði í einum. Liðið verður krýnt í leikhlé á fyrsta úrslitaleik í meistaraflokki karla næstkomandi miðvikudag.

Í 4. aldursflokki fór Íslandsmótið fram í formi 3ja helgarkeppna einni í hverri höll.  Samanlagður árangur á öllum þessum mótum réð því hver hvaða lið stæði uppi sem Íslandsmeistari í þessum aldursflokki. Það er skemmst frá því að segja að SR 4A tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á glæsilegan hátt, unnu alla leiki sína á þessum mótum og hlutu 24 stig. Í öðru sæti var Björninn með 12 sig og SA síðan með 2 stig.  Í flokki B-liða var keppnin mun jafnari. SR-B1 vann mótið um helgina en það dugði ekki til þar sem Björninn vann keppni B-liða í samanlögðum árangri eftir harða keppni við SA og SR. Við óskum þessum strákum öllum bæði í A og B riðli til hamingju með titilinn.  

Myndir hér að ofan er að SR 4A og er fengin á vef SR www.skautafelag.is