Skautafélag Reykavíkur gefur leik í meistaraflokki kvenna

Meistaraflokkur kvenna hjá Skautafélagi Reykjavíkur hefur ákveðið að gefa leik sinn gegn meistaraflokki kvenna hjá Skautafélagi Akureyrar sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 30. október kl.16:45. 

Leikur nr. 14 í Hertz-deild kvenna, Skautafélag Akureyrar gegn Skautafélagi Reykjavíkur, verður skráður sem sigur fyrir Skautafélag Akureyrar.