Skautafélag Akureyrar Íslandsmeistari í kvennaflokki

Í kvöld mættust SA og Björninn í hörkuspennandi leik í Egilshöllinni sem lauk með sigri SA 3 - 1.  Leikurinn var spennandi og skemmtilegur allan tímann en SA bar sigur úr býtum og unnu þar með úrslitaeinvígið 2 - 0.  Það var fyrirliði SA Linda Brá Sveinsdóttir sem tók við bikarnum fyrir hönd liðsins í leikslok.

Mörk / stoðsendingarSA: Kolbrún Garðarsdóttir 1/1, Linda Brá Sveinsdóttir 1/1, Sunna Björgvinsdóttir 1/1, Sarah Smiley 0/1, Ragnhildur Kjartansdóttir 0/1Björninn: Kristín Ingadóttir

Meðfylgjandi ljósmynd tók Elvar Pálsson í leikslok.

Gunnar Jónatansson tók myndir í þessum leik sem má sjá hér