Skautafélag Akureyrar Íslandsmeistarar kvenna 2021

Myndataka; Þórir Tryggvason
Myndataka; Þórir Tryggvason

Skautafélag Akureyrar er Íslandsmeistari kvenna 2021 eftir þriggja leikja úrslitakeppni.

  • SA vann Fjölni 13-1 í fyrsta leik í úrslitum þann 20. apríl 2021.
  • Fjölnir vann svo frækinn sigur í Egilshöll 22. apríl 4-3 eftir mjög spennandi leik og vítakeppni. 
  • Í þriðja leik úrslitakeppninnar vann svo SA öruggan sigur 5-0.

Úrslit í Hydru.

Úrslitaþjónusta ÍHÍ.

Innilega til hamingju bæði lið, þið stóðuð ykkur frábærlega.

Vegna forfalla í liði Fjölnis stóð Andrea Jóhannesdóttir markmaður Skautafélags Reykjavíkur í marki Fjölnis í tveim síðari leikjunum.

Innilegar þakkir fyrir samvinnuna á þessum covid tímum en vonandi getum við sett af stað fulla dagskrá í haust og þessir fordæmalausu tímar að baki.

Íslandsmeistarar kvenna 2021