Skarð höggvið í hokkífjölskylduna

Þessa dagana stendur yfir árlegt haustþing Alþjóða íshokkísambandsins, að þessu sinni haldið í Túnis.

Sá voveiflegi atburður varð í aðdraganda þingsins að fulltrúar Armeníu og Georgíu er voru á leið á þingið ásamt samferðafólki sínu, lentu í bílslysi og létust allir farþegar bílsins. Frá Armeníu voru Karen Khachatryan (forseti sambandsins) og eiginkona hans Gayane Harutyunyan ásamt syni þeirra Levon Khachatryan. Frá Georgíu voru Denis Davidov (vara-forseti), Lasha Tsagareishvili (framkvæmdastjóri)  og eiginkona hans Teo Berdzenishvili.

Íslenska íshokkísambandið vottar fjölskyldum og aðstandendum þeirra innilega samúð vegna þessa sorglega atburðar. Einnig eru sendar samúðarkveðjur til Íshokkísambanda Armeníu og Georgíu.


Tengill á frétt Alþjóðlega Íshokkísambandsins frá atburðinum er hér.

Fh. stjórnar ÍHÍ

Hallmundur Hallgrímsson