Sjónvarpsleikur.

Þrátt fyrir að hafa lagt okkur öll fram um að koma leik helgarinnar í sjónvarp er nú orðið útséð um það að svo verður ekki. Stjórn ÍHÍ ásamt flestum þeim sem að íþróttinni koma eru sammála um að til að auka útbreiðslu íþróttarinnar sé nauðsynlegt að hún sjáist öðru hverju í sjónvarpi. Við höfum því gengið nokkuð langt í breytingum á mótaskrá og öðru til að slíkt væri mögulegt. Við ráðum hinsvegar ekki við utanaðkomandi ástæður og því fór sem fór í þetta skiptið. Við erum hinsvegar sannfærð um að hér sé um gott sjónvarpsefni að ræða. Því ekki úr vegi að vitna í tölvupóst sem útsendingastjóri í síðustu útsendingu sendi okkur eftir hana, en þar sagði hann: "Vonandi getum við gert þetta aftur fljótlega þar sem þetta er frábært sjónvarpsefni." Við svo sannarlega vonum það líka og það sem allra fyrst.

HH