Sjónvarpsleikur

Í dag barst okkur staðfesting á að sunnudaginn 28. október nk. sýni RÚV í beinni útsendingu leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer í Egilshöll. Þetta er í fyrsta sinn sem RÚV sýnir leik í íshokkí í beinni útsendingu en fyrir fáeinum árum sýndi sjónvarpsstöðin SÝN frá leikjum okkar. Með þessu vonumst við til að íþróttin verði meira áberandi og stefnt er að fleiri útsendingum á þessu keppnistímabili. Við munum að sjálfsögðu reyna að hafa umgjörðina um þennan leik góðan og hvetjum alla með góðar hugmyndir að senda þær á ihi@ihi.is.   

HH