Sigur 3-1 og þjóðsöngurinn hljómaði í Rúmeníu

Nú er lokið leik Íslands og Ástralíu á heimsmeistaramóti unglinga U-20 sem leikin er í Rúmeníu. Drengirnir okkar sigruðu með 3 mörkum gegn 1. Mörk Íslands skoruðu Emil Alengard, Gauti Þormóðsson og Steinar Páll Veigarsson. Síðasta markið skoraði Emil þegar lítið var eftir af leiknum og Ástralarnir höfðu tekið markmann sinn útaf til þess að freista þess að jafna einum leikmanni fleiri. Maður leiksins var markvörðurinn Aron Leví Stefánsson sem átti stórleik í markinu í dag. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem að Ísland vinnur Ástralíu á heimsmeistaramóti og er sérlega mikilvægur og sætur sigur.

Drengirnir eiga frídag á morgun miðvikudag.

Meira um leikin síðar í dag þegar upplýsingar berast.