Síðustu leikir undankeppninnar framundan

Á morgun mætast Skautafélag Akureyrar og Narfi frá Hrísey á Akureyri.  Leikurinn hefst kl. 21:30.  Á laugadaginn mætast svo Skautafélag Akureyrar og Björninn kl. 17:00.  Síðasti leikur undankeppninnar verður svo á mánudagskvöldið kl. 21:00 á milli Skautafélags Akureyrar og Narfa.
 
Úrslitakeppnin hefst svo á miðvikudaginn og þar sem Skautafélag Reykjavíkur var hærra á stigum eftir undankeppnina en Skautafélag Akureyrar, þá mun fyrsti leikurinn fara fram í Reykjavík.  Tímasetning verður auglýst síðar.