Síðasta tilraun

Í frétt hérna á ÍHÍ-vefnum fyrir stuttu var auglýst eftir áhugasömum pennum til að skrifa greinar um eitthvað af toppliðunum sem verða á Ólympíuleikunum í Vancouver. Fjórir pennar hafa gefið sig fram og eftirtalin karlalið eru komin í fóstur:

Kanada
Rússland
Svíþjóð
Finnland

Þau karlalið sem ekki hafa fengið greinarhöfunda eru:

USA
Tékkland

Ekkert kvennalið hefur verið tekið í fóstur en þau eru:

1. USA
2. Kanada
3. Finnland
4. Svíþjóð

Við viljum hvetja áhugamenn um að gefa sig fram og skrifa um liðin. Eins og fram hefur komið hér á síðunni verða sjö leikir í beinni útsendingu á RÚV og því gaman fyrir áhugamenn að hafa lesið sér til um liðin áður en til útsendinga kemur.

HH