Sergei Zak með U18

Nú er frágengið að Sergei Zak aðalþjálfari Bjarnarins verður aðalþjálfari landsliðsins skipuðu leikmönnum 18 ára og yngri. Sergei náði frábærum árangri með þetta lið á síðasta tímabili þegar liðið vann til gullverðlauna í 3ju deild. Liðið leikur í Ungverjalandi í lok mars. Von er á æfingaáætlun og nafnalista frá Sergei á næstu dögum.