Seinni leik lokið í Egilshöll

Nú fyrir skömmu var leik Bjarnarins og Narfa frá Hrísey að ljúka með sigri Narfa 3 - 4. Þetta er annar leikurinn sem að liðin leika þessa helgi.
Samkvæmt heimildum úr Egilshöll var leikurinn vel leikinn og prúðmannlega af báðum liðum. Markvarsla Gunnlaugs Björnssonar í marki Narfa var það sem að fyrst og fremst skóp þessa sigra Narfamanna en hann varði hreint ótrúlega á köflum í báðum leikjunum.