Seiglu sigur á Belgum

Undir 20 ára landslið Íslands vann 4-3 sannkallaðan seiglu sigur á Belgum í jöfnum og spennandi leik í Belgrad eftir tvö erfið töp.  Með þessu tillir liðið  í þriðja sæti á mótinu við hlið Ástrala, með sama stigafjölda en sigur úr innbyrðis viðureign.
Lokadagur mótsins er á laugardag er Ísland mætir Tævan kl. 15 og Ástralar gestgjöfunum frá Serbíu.
Maður leiksins úr liði Íslands var  Níels Hafsteinsson sem í dag var með mark og stoðsendingu.
Annars röðuðust mörk Íslands og stoðsendingar svona:
Mark 1 - Alex Sveinsson (stoðsendingar: Viggó Hlynsson og Arnar Helgi Kristjánsson)
Mark 2 - Alex Sveinsson (stoðsendingar:  Níels Hafsteinsson og Uni Blöndal)
Mark 3 - Níels Hafsteinsson (stoðsendingar:  Kristján Hróar Jóhannesson og Ormur Jónsson)
Mark 4 - Viggó Hlynsson (stoðsending:  Alex Máni Sveinsson)
Í markinu stóð Helgi Ívarsson og varði 33 skot andstæðinganna.
 
Til gaman má svo geta þess að stigahæstu menn liðsins á mótinu eru:
Viggó Hlynsson með 3 mörk og 3 stoðsendingar 
Alex Máni Sveinsson með 3 mörk og 3 stoðsendingar
Arnar Helgi Kristjánsson með 1 mark og 5 stoðsendingar. Arnar Helgi er stoðsendinga hæsti maður mótsins þegar þetta er skrifað.