Sænskt júníorhokkí

Við fengum hérna smá sögu frá Orra Blöndal sem um þessar mundir er að spila í vörninni hjá junior liði IK Pantern í Malmö. Um siðustu helgi lék lið hans gegn Vaxjö Lakers en þar leikur í sókninni íslenskur landsliðsmaður að nafni Robin Hedström. Þegar 19 sekúndur voru eftir að leiknum var staðan 4 – 2 Vaxjö í vil og brá þá lið Panterns á að taka markvörðinn út af og fjölga í sókninni. Á 19 sekúndum tókst Pantern að jafna leikinn og var þá gripið til vítakeppni og þar tryggðu Vaxjö leikmenn sér aukastigið. Þess má geta að Robin fór mikinn í liði Vaxjö því hann skoraði fyrsta markið þeirra og einnig úr tveimur vítum.

Myndina tók Anna Sonja Ágústsdóttir.

HH