SA Ynjur - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

SA Ynjur tóku á móti liði SR í kvennaflokki á Akureyri síðastliðinn laugardag. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu tuttugu mörk án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig.
Einsog getið var um í frétt hér fyrir helgi vantar SR-ingum tvo leikreyndustu leikmenn sína frá því á síðasta ári, þær Steinunni Sigurgeirsdóttir og Öldu Kravec, og munar um minna.
Segja má að Ynjur hafi klárað leikinn strax í fyrstu lotu því þá gerði liðið helming marka sinna í leiknum. Það fyrsta kom  á 22. sekúndu fyrstu lotu en það var Silvía Rán Björgvinsdóttir sem opnaði markareikning Ynja.
Önnur lotan var öllu rólegri en þó litu sex mörk dagsins ljós og í þriðju og síðustu lotunni bættust fjögur við í viðbót.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:
Sunna Björgvinsdóttir 5/3
Silvia Rán Björgvinsdóttir 5/1
Ragnhildur Kjartansdóttir 2/3
April Orongan 2/0
Sandra Gunnarsdóttir 2/0
Diljá Sif Björgvinsdóttir 2/0
Eva María Karvelsdóttir 2/0
Kristín Halldórsdóttir 0/1
Berglind Leifsdóttir 0/1

Refsingar Ynja: 6 mínútur

Refsingar SR: 16 mínútur

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH