SA Ynjur - SR umfjöllun

Tveir leikir fóru fram á Akureyri í meistaraflokki kvenna um helgina og í bæði skiptin áttust við SA Ynjur og Skautafélag Reykjavíkur. Að leikjunum loknum eru Ásynjur efstar með 8 stig en næstar koma Ynjur með 6 stig og Björninn með 4 stig en öll liðin hafa leikið þrjá leiki.
Fyrri leikur liðanna fór fram á laugardaginn og þar báru Ynjur sigur úr býtum með ellefu mörkum gegn tveimur. Einsog tölu leiksins gefa til kynna höfðu Ynjur nokkurra yfirburði í leiknum þó svo að SR-ingar hafi smátt og smátt verið að bæta sig eftir að þeir hófu þátttöku í deildarkeppninni að nýju.  Það var sérstaklega í miðlotu leiksins sem Ynjur höfðu yfirburði í markaskorun en lotunni lauk með 6 – 1 sigri þeirra.

Mörk/stoðsendingar SA Ynjur:

Silvía Rán Björgvinsdóttir 5/0
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 2/0
Linda Sveinsdóttir 1/1
Teresa Snorradóttir 1/0
Kolbrún Garðarsdóttir 1/0
Apríl Mjöll Orongan 1/0
Katrín Ryan 0/1

Refsingar SA Ynja: Engar

Mörk/stoðsendingar SR:

Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/0
Alexandra Hafsteinsdóttir 1/0
Erla Jóhannesdóttir 0/1

Refsingar SR: 2 mínútur.

Síðari leikur liðanna fór fram á sunnudeginum og rétt einsog í fyrri leiknum báru Ynjur sigur úr býtum að þessu sinni með tíu mörkum gegn tveimur. Ágætis jafnvægi var með liðunum í fyrstu tveimur lotunum en þrátt fyrir það gerðu SA Ynjur 4 mörk í hvorri lotu án þess að SR-ingum tækist að svara fyrir sig. Kolbrún Garðarsdóttir kom Ynjum síðan í 9 – 0 fljótlega í þriðju lotu en þá náði Lisa Grosse að svara fyrir gestina. Berglind Leifsdóttir svaraði jafn harðan fyrir Ynjur en það var Laura Murphy sem átti lokaorðið fyrir SR.

Yngri og óreyndari leikmenn fengu að spreyta sig í leikjunum og einhverjir þeirra voru að skora sín fyrstu mörk í meistaraflokki. Vonandi fáum við að sjá meira af þeim í framtíðinni.

Mörk/stoðsendingar SA Ynjur:

Guðrún Marín Viðarsdóttir 2/2
Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/0
Kolbrún Garðarsdóttir 2/0
Linda Sveinsdóttir 1/2
Berglind Leifsdóttir 1/0
Jónína Guðbjartsdótttir 1/0
Eva Karvelsdóttir 1/0

Refsingar Ynja: 4 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:

Lisa Grosse 1/0
Laura Murphy 1/0
Alda Kravec 0/1

Refsingar SR: 4 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH