SA Ynjur - SA Valkyrjur umfjöllun

SA Ynjur og SA Valkyrjur léku á íslandsmóti kvenna í íshokkí  í gærkvöld. Leiknum lauk með öruggum sigri Valkyrja sem gerðu níu mörk gegn einu marki Ynja. Segja má að Valkyrjur hafið gengið frá leiknum í fyrstu lotu því þá náðu þær að gera 6 mörk gegn einu marki Ynja. Miðlotan var markalaus en í lokalotunni bættu Valkyrjur við þremur mörkum. Guðrúnar Marínar Viðarsdóttir var sárt saknað í liði Ynja. Valkyrjur tylltu sér á toppinn með sigrinum og eru nú einu stigi á undan Birninum en bæði liðin hafa leikið þrjá leiki.

SA Valkyrjur:
Birna Baldursdóttir 3/0
Guðrún Blöndal 2/1
Hrönn Kristjánsdóttir 2/0
Guðrún Arngrímsdóttir 1/1
Sarah Smiley 1/0
Hrund Thorlacius 0/1
Leena Kaisa Viitanen 0/1
Jónína Guðbjartsdóttir 0/1

Brottvísanir: 4 mínútur.

SA Ynjur:
Thelma M Guðmundsdóttir 1/0
Sylvía Rán Björgvinsdóttir 0/1

Brottvísanir SA Ynjur: 4 mínútur.

Myndin er tekin á Stelpuhokkídeginum sem haldin var á Akureyri um síðustu helgi.

HH