SA Ynjur - Björninn umfjöllun

SA Ynjur og Björninn áttust við í meistaraflokki kvenna á laugardaginn. Ynjurnar er annað af tveimur liðum sem SA sendir til keppni í meistaraflokki kvenna en hitt liðið nefndu þeir Valkyrjur.  Úrslit réðust ekki fyrr en í vítakeppni eftri framlengingu og vítakeppni en þá náðu Bjarnarstúlkur að tryggja sér aukastigið með marki frá Sigríði Finnbogadóttir. Bjarnarstúlkur leiddu eftir fyrstu lotu 0 – 2  en í annarri lotu náðu Ynjur að jafna með tveimur mörkum á sömu mínútunni. Í þriðju lotu og framlengingu var ekkert skorað og því gripið til fyrrnefndar vítakeppni.
 
Mörk/stoðsendingar SA Ynjur:

Kristín Björg Jónsdóttir 1/0
Hrund Thorlacius 1/0

Refsimínútur SA Ynjur: 2 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Sigríður Finnbogadóttir 2/0
Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0

Refsimínútur Björninn: 2 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH