SA Ynjur - Björninn umfjöllun

Ynjur og Björninn hófu árið í Hertz-deild kvenna á Akureyri í gær, sunnudag, en þá báru heimakonur sigurorð af Birninum með tíu mörkum gegn engu.

Bæði lið mættu ágætlega mönnuð til leiks en það tók Ynja tæpar tíu mínútur að brjóta niður varnarmúr gestanna. Markið átti Sunna Björgvinsdóttir. Áður en lotan var úti höfðu Ynjur bætt við tveimur mörkum og staðan 3 – 0 Ynjum í vil í lotulok.
Það var hinsvegar önnur lotan sem reyndist Ynju happasælust því þá litu fimm mörk dagsins ljós.  Silvía Rán átti tvö þeirra en aðrir markaskorarar vou Sunna Björgvinsdóttir (2), Ragnhildur Kjartansdóttir og Kolbrún Garðarsdóttir.
Fyrri part þriðju og síðustu lotunnar bættu Berglind Leifsdóttir og Eva Karveldóttir við tveimur mörkum fyrir Ynjur og öruggur sigur Ynja í höfn.

Mörk/stoðsendingar Ynja:
Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/2
Sunna Björgvinsdóttir 2/0
Berglind Leifsdóttir 1/2
Birna Baldursdóttir 1/1
Kolbrún Garðarsdóttir 1/0
Eva María Karvelsdóttir 1/0
Apríl Orongan 0/2
Anna Sonja Ágústsdóttir 0/1

Refsingar Ynja: 4 mínútur.

Refsingar Bjarnarins: 2 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson 

HH