SA Ynjur - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

SA Ynjur og Björninn mættust í kvennaflokki síðastliðinn laugardag. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu átta mörk án þess að Bjarnarkonur næðu að svara fyrir sig. Með sigrinum náðu Ynjur eins stigs forskoti á Ásynjur en bæði liðin hafa leikið fimm leiki.

Það var Silvía Rán Björgvinsdóttir sem kom Ynjum yfir á 7. mínútu leiksins en Silvía átti eftir að láta mikið að sér kveða í leiknum. Næstu þrjú mörk leiksins gerðu Ynjur þegar þær voru einum leikmanni færri á ísnum. Fyrrnefnd Silvía átti tvö þeirra en Teresea Snorradóttir eitt. Silvía var svo aftur á ferðinni hálfri mínútu fyrir lok annarrar lotu og staðan orðin 5 – 0 Ynjum í vil.
Þriðja lotan fór á svipaðan veg . Silvía og Sunna Björgvinsdóttir skoruðu mark með stuttu millibili fljótlega í lotunni og það var síðan Ragnhildur Kjartansdóttir sem lokaði markareikningi Ynja skömmu síðar.

Mörk/stoðsendingar SA Ynjur:
Silvía Rán Björgvinsdóttir 5/1
Sunna Björgvinsdóttir 1/2
Teresa Snorradóttir 1/1
Ragnhildur Kjartansdóttir 1/0
Guðmunda Stefánsdóttir 0/1
Refsingar SA Ynja: 4 mínútur.

Refsingar Bjarnarins: 4 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH