SA yngri - SA eldri

Í gærkvöld unnu yngri stelpurnar í SA sér inn sín fyrstu stig þegar þær unnu SA-eldri í hörkuspennandi leik sem endaði með framlengingu og vítakeppni. Þrátt fyrir að SA-eldri næði tveggja marka forystu voru þær yngri í betra úthaldi því þær náðu að jafna þegar leið á leikinn. Staðan því 2 - 2 í lok venjulegs leiktíma.  Í framlengingu var ekkert mark skorað og því farið í vítakeppni þar sem þær yngri skoruðu úr tveimur vítum. Þess má þó geta að samkvæmt alþjóða reglum er aldrei bætt við nema einu marki hjá siguruvegaranum þegar vítakeppni ræður úrslitum. Þ.e. liðið sem vinnur, vinnur einungis með einu marki.

Mörk/stoðsendingar SA yngri:

Sylvía Rán Björgvinsdóttir 1/0
Þorbjörg E Geirsdóttir 1/0
Bergþóra Bergþórsdóttir 0/1

Víti SA yngri:

Kristín B. Jónsdóttir
Bergþóra Bergþórsdóttir

Refsimínútur SA yngri: 4 mín.

Mörk/stoðsendingar SA eldri:

Arndís Sigurðardóttir 1/0
Katrín Ryan 1/0
Vigdís Aradóttir 0/1

Refsimínútur SA eldri: 10 mín.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson.

HH