SA vinnur Björninn í framlengingu; 5-4

Á laugardagskvöldið tóku Bjarnarmenn á móti Skautafélagi Akureyrar í fyrsta leik tímabilsins í meistaraflokki.  Fyrsta mark leiksins skoraði Bjarnarmaðurinn Brynjar Þórðarson á 8. mínútu, óstuddur.  Jón Gíslason jafnaði fyrir gestina á 13. mínútu eftir gott gegnumbrot og þannig stóðu leikar í fyrra leikhléi.  Í upphafi 2. lotu voru það Bjarnarmenn sem létu meira af sér kveða og náðu fljótt 2ja marka forystu eftir mörk frá Sergei Zak og Daða Erni Heimissyni eftir sendingar frá Hrólfi Gíslasyni. Bjarnarmenn áttu á þessum leikkafla mörg fleiri marktækifæri en Ómar Skúlason markvörður SA varði vel og kom í veg fyrir enn stærri forystu Bjarnarins.
 
Gestirnir voru þó ekki af baki dottnir og snéru leiknum sér í vil á skömmum tíma undir lok lotunnar með þremur mörkum.  Fyrst skoraði Sigurður Sigurðsson eftir sendingu frá Birni Jakobssyni og Jóni Gíslasyni í þrír og fimm power play-i.   Skömmu síðar bætti Helgi Gunnlaugsson við öðru marki eftir sendingu frá  Sigurði Sigurðssyni í og þriðja markið átti svo Jón Gíslason einnig eftir sendingu frá Sigurði.  Staðan var því orðin 4 – 3 fyrir SA eftir aðra lotu.
 
Mikil spenna var í 3. leikhluta og þegar fjórar og hálf mínúta var til leiksloka skoraði Guðmundur Ingólfsson með góðu skoti frá bláu línunni og jafnaði leikinn við mikinn fögnuð félaga sinna.  Þrátt fyrir mikla baráttu í lokin tókst hvoru liðinu að jafna og því varð að framlengja.
 
Framlengingin var spennandi og markmenn liðanna Ómars Smári hjá SA og Alexi Ala-Lathi hjá Birninum sýndu góð tilþrif og héldu sínum liðum inni í leiknum. Á 7. mínútu framlengingar skoraði hinn 15 ára gamli Sigurður Óli Árnason gullmark fyrir Skautafélag Akureyrar eftir sendingu frá Guðmundi Guðmundssyni og gerði þar með út um leikinn.
 
Með þessum úrslitum tryggði Skautafélag Akureyrar sér 2 stig en Björninn 1. 
 
Mörk / stoðsendingar
Björninn:  Hrólfur Gíslason 0/2, Guðmundur Ingólfsson 1/1, Sergei Zak 1/0, Brynjar Þórðarson 1/0, Daði Örn Heimisson 1/0
SA:  Jón Gíslason 2/1, Sigurður Sigurðsson 1/1, Helgi Gunnlaugsson 1/0, Sigurður Óli Árnason 1/0, Björn Jakobsson 0/1, Guðmundur Guðmundsson 0/1.
 
Brottrekstrar
SA:  68 mín þar af einn leikdómur (5+20) vegna slagsmála
Björninn:  55mín þar af einn leikdómur (5+20) vegna slagsmála
 
Aðaldómari:  Helgi Páll Þórisson