SA Víkingar - UMFK Esja umfjöllun

Frá leiknum sl. laugardag
Frá leiknum sl. laugardag

SA Víkingar og UMFK Esju áttust við á Akureyri sl. laugardag og lauk leiknum með sigri heimamanna sem gerður fjögur mörk gegn tveimur mörkum Esju.
Hjalti Jóhannsson kom Esju yfir fljótlega í fyrstu lotu með marki af stuttu færi  en þá nýttu gestirnir sér að vera einum fleiri á ísnum. Jussi Sipponen náði hinsvegar að jafna  með marki frá Jussi Sipponen áður en lotan var úti og staðan 1 – 1 í lotulok.
Þrjú mörk litu dagsins ljós í annarri lotunni og öll komu þau þegar skorandi liðið var manni fleiri á ísnum. Heiðar Örn Kristvegarson kom Víkiningum yfir fljótlega í lotunni. Ólafur Hrafn Björnsson jafnaði hinsvegar metin fyrir Esju með skoti úr þröngu færi. Mario Mjelleli kom Víkingum hinsveggar yfir rétt fyrir lotulok með skoti af nokkru færi. Mario var svo aftur á ferðinni fljótlega í byrjun þriðju lotu þegar hann jók forystu Víkinga í tvö mörk eftir nokkra baráttu fyrir framan mark Esju

Með sigrinum höfðu liðin sætaskipti en Víkingar eru nú í efsta sæti deildarinn með tuttugu og sex stig, tveimur stigum meira en Esja.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Mario Mjelleli 2/1
Jussi Sipponen 1/1
Heiðar Örn Kristveigarson 1/0
Björn Már Jakobsson 0/1
Andri Már Mikaelsson 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 14 mínútur.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esju:
Hjalti Jóhannsson 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Einar Sveinn Guðnason 0/1

Refsingar UMFK Esju 10 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH