SA Víkingar - UMFK Esja umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Esja heimsótti í gær Víkinga heim til Akureyrar og vann þar sigur með átta mörkum gegn fjórum. Með sigrinum náði Esja fjögurra stiga forystu í  efsta sætinu á Víkinga nú þegar fjórðungur er búinn af mótinu.

Það voru hinsvegar Víkingar sem komust yfir strax á tuttugustu sekúndu leiksins með marki frá Jussi Sipponen en þetta var jafnframt í eina skiptið sem þeir höfðu yfir í leiknum. Fyrrum liðsmaður SA, Andri Freyr Sverrisson, jafnaði hinsvegar metin fyrir Esju á 8. mínútu og þar við sat hvað markaskorun varðaði í fyrstu lotu.  
Bæði lið gerðu síðan tvö mörk í annarri lotunni. Esja ávallt á undan með mörkum frá Brynjari Bergmann og Róbert Frey Pálssyni en fyrrnefndur Jussi og Hafþór Andri Sigrúnarson jöfnðu fyrir Víkinga. Jón B. Gíslason fékk svo kjörið tækifæri til að koma Víkingum yfir eftir að dæmt var víti en Max Mojzyszek varði frá honum.
Í þriðju lotunni náði Esja mjög fljótlega að skora tvö mörk en Ivan Reimayer minnkaði hinsvegar muninn fyrir Víkinga skömmu síðar. Lengra komust Víkingar ekki að þessu sinni því Esja átti þrjú síðustu mörkin. Ólafur Hrafn Björnsson það fyrsta en Andri Freyr Sverrisson tvö þau síðustu og þrennan þar með í húsi hjá honum.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Jussi Sipponen 2/0
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Ivan Reimayer 1/0
Andri Már Mikaelsson 0/3
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Jón B. Gíslason 0/1

Refsingar SA Víkinga: 20 mínútur

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Andri Freyr Sverrisson 3/0
Brynjar Bergmann 2/3
Róbert Freyr Pálsson 1/2
Ólafur Hrafn Björnsson 1/1
Pétur Maack 1/0
Þórhallur Viðarsson 0/2
Andri Þór Guðlaugsson 0/1
Björn Róbert Sigurðarson 0/1
Egill Þormóðsson 0/1

Refsingar Esju: 14 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH