SA Víkingar - UMFK Esja umfjöllun

Frá leik Vikinga og Esju
Frá leik Vikinga og Esju

SA Víkingar og UMFK Esja mættust síðastliðið laugardagskvöld á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Esju sem gerði fjögur mörk gegn þremur mörkum Víkinga. Með sigrinum lyfti Esja sér upp í þriðja sæti deildarinnar en Víkingar eru enn efstir með sjö stiga forskot á Björninn sem er í öðru sæti.
Jón B. Gíslason kom Víkingum 2 – 0 yfir í fyrstu lotu en Esjumenn náðu þó að svara fyrir sig áður en lotan var út með marki frá Sturlu Snæ Snorrasyni.  Á fjórðu mínútu annarrar lotu jafnaði Kole Bryce svo metin fyrir Esju en það mark rétt einsog fyrra mark þeirra kom þegar Esjumenn voru manni fleiri á ísnum. Inþór Árnason sá hinsvegar til þess að Víkingar færu 3 – 2 yfir inn í leikhléið eftir aðra lotu. Þrátt fyrir að það væru Víkingar sem væru töluvert mikið sókndjarfari í síðustu lotunni voru það Esjumenn sem skoruðu eina mark lotunnar og var þar að verki Einar Sveinn Guðnason. Framlenging var því staðreynd og hún varði stutt. Víkingar áttu fyrstu sókn hennar en strax í þeirri næstu tryggði Pétur Maack Esju aukastigið sem í boði var.

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:
Jón B. Gíslason 2/0
Ingþór Árnasson 1/0
Jóhann Már Leifsson 0/3
Andri Már Mikaelsson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Jay LeBlanc 0/1

Refsingar SA Víkingar: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Sturla Snær Snorrason 1/0
Kole Bryce 1/0
Einar Sveinn Guðnason 1/0
Pétur A. Maack 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1
Michael Ward 0/1

Refsingar UMFK Esja: 6 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH