SA Víkingar - SR umfjöllun

Einn leikur fór fram í Hertz-deild karla á Akureyri í gærkvöld en þá mættust SA Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fimm mörk gegn einu marki SR-inga.
Víkingar hafa verið á töluverðu skriði undanfarið og því ljóst að róðurinn yrði erfiður hjá SR-ingum. Nokkuð vantaði þó í lið Víkinga, Ingvar Þór Jónsson og Orri Blöndal voru fjarverandi ásamt Matthíasi Stefánssyni og Sigurði Sigurðssyni.
Víkingar hófu leikinn af krafti og strax í fyrstu lotu var liðið komið í vænlega 3 – 0 stöðu. Andri Már Mikaelsson átti tvö þeirra en inná milli þeirra læddi Heiðar Örn Kristveigarson inn marki. Öll mörkin komu þegar jafnt var á með liðunum á ísnum.
Rétt eftir miðja aðra lotu minnkaði Miloslav Racansky muninn fyrir SR-inga en Víkingar voru ekkert á því að hleypa þeim inn í leikinn því að innan við mínútu síðar. Þar var á ferðinni Jussi Sipponen og staðan í lok annararrar lotu 4 – 1 heimamönnum í vil.

Það var síðan Jón B. Gíslason sem átti lokaorðið í leiknum fyrir Víkinga strax í byrjun þriðju lotu og staða Víkinga á topnnum tryggð.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:

Andri Már Mikaelsson 2/2
Jón B. Gíslason 1/2
Heiðar Örn Kristveigarson 1/1
Jussi Sipponen 1/0

Refsingar SA Víkinga: 10 mínútur.

Mark/stoðsendingar SR:

Miloslav Racansky 1/0
Robbie Sigurðsson 0/1
Milan Mach 0/1

Refsingar SR: 8 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH