SA Víkingar - SR umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

SA Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur áttust við á Akureyri í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu fimm mörk gegn fjórum mörkum  Víkinga en framlengingu og vítakeppni þurfti til að knýja fram úrslit.
Það voru SR-ingar sem komust yfir fljótlega í fyrstu lotu með marki frá Miloslav Racansky eftir sendingu frá Arnþóri Bjarnasyni. Matthías Már Stefánsso jafnaði hinsvegar metin fyrir heimamenn þegar að hann fylgdi á eftir skoti frá Jussi Sipponen. Það var síðan Hafþór Andri Sigrúnarson komið Víkingum í 2 – 1 forystu eftir þunga sókn Víkinga sem voru einum fleiri á þeim tíma.
Það var síðan Andri Már Mikaelsson bætti síðan við marki strax í byrjun annarrar lotu eftir laglegt samspil við Jussi Sipponen en það var jafnfram eina mark lotunnar og staðan því 3 – 1 Víkingum í vil.
Um miðja þriðju lotu náðu SR-ingar að minnka muninn og tæpum fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði Daníel Steinþór Magnússon metin fyrir SR-inga. Víkingar hinsvegar náðu aftur forystunni með marki frá Andra Má Mikaelssyni  þegar um mínúta lifði leiks og allt útlit fyrir að Víkingar tækju stigin þrjú. Þrjátíu sekúndum seinnar var fyrrnefndur Miloslav Racansky búin að jafna metin fyrir SR-inga og framlenging því staðreynd. Ekkert var skorað í henni og í vítakeppninni sem kom í framhaldinu var Miloslav Racansky sá eini sem nýtti sitt víti og aukastigið því SR-inga.

Þegar öll liðin hafa leikið sjö leiki er Esjan á toppnum með 17 stig en næstir koma Víkingar með 11 stig. Næstu leikir í meistaraflokki karla eru föstudaginn 23. Október en við komum nánar að þeim síðar.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Andri Már Mikalesson 2/1
Matthías Már Stefánsson 1/0
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Jussi Sipponen 0/3
Sigurður S. Sigurðsson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 41 mínúta

Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Racansky 4/0
Daníel Steinþór Magnússon 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 0/1
Arnþór Bjarnason 0/1
Michal Danko 0/1

Refsingar SR: 30 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH