SA Víkingar - SR umfjöllun

SA Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur léku á Akureyri  á íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SA Víkinga sem gerðu sex mörk gegn einu marki SR. Með sigrinum komust Víkingar 3 stigum uppfyrir SR-inga en bæði liðin hafa leikið þrettán leiki.
Um þarnæstu helgi leika þessi sömu lið tvisvar í Skautahöllinni í Laugardal og þá gæti ráðist hvort liðið ávinnur sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.
Fyrsta lota var markalaus  en í annarri lotunni fór að draga til tíðinda.
Rúnar Freyr Rúnarsson kom Víkingum yfir strax í byrjun lotunnar. Tómas Tjörvi Ómarsson jafnaði metin fyrir SR-þegar lotan var tæplega hálfnuð. Um miðja lotuna koma Sigurður S. Sigurðsson svo Víkingum í 2 -1 og það var staðan í lotulok.
Í þriðju og náðu Víkingar síðan langt með að klára leikinn með tveimur mörkum á innan við mínútu. Jóhann Leifsson og Jóni B. Gíslasyni voru þar að verki. Víkíngar bættu síðan aftur við tveimur mörkum á stuttum kafla og að þessu sinni voru það Rúnar F. Rúnarsson og Sigurður S Sigurðsson sem áttu mörkin.

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:
Sigurður S. Sigurðsson 2/0
Rúnar F. Rúnarsson  2/0
Jón B. Gíslason 1/1
Jóhann Leifsson 1/0
Ingvar Þ. Jónsson 0/2
Andri Már Mikaelsson 0/1
Orri Blöndal 0/1

Brottrekstrar SA Víkingar: 20 mín

Mörk/stoðsendingar SR:
Tómas T. Ómarsson 1/0
Egill Þormóðsson 0/1
Gauti Þormóðsson 0/1

Brottrekstrar SR: 10 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH