SA Víkingar - SR umfjöllun

SA Víkingar báru á laugardaginn sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur á íslandsmóti karla í íshokkí með níu mörkum gegn fjórum.  Víkingar höfðu fyrir tímabilið misst nokkuð af leikmönnum, bæði innlenda og erlenda, úr sínum hópi en þess í stað hafa yngri leikmenn fengið stærra hlutverk. Finninn Jussi Sipponen er einnig  kominn til liðsins en hann verður spilandi þjálfari liðsins í vetur. Breytingar hafa einnig orðið hjá SR en liðið hefur þó ágætlega breiðan hóp. Nokkur forföll voru þó hjá liðinu á laugardaginn, m.a. vantaði Ævar Þór Björnsson og Miloslav Rocinsky.
Jafnræði var þó með liðunum í fyrstu lotu en fyrrnefndur Jussi kom Víkingur yfir þegar um þrjár mínútur lifðu lotunnar. SR-ingar náðu þó að jafna þegar fjórar sekúndur lifðu lotunnar og var þar á ferðinni nýr slóvenskur leikmaður þeirra, Milan Mach.
Í annarri lotunni gerðu Víkingar hinsvegar út um leikinn þegar þeir á köflum sundurspiluðu gestina í SR. Mörk Víkinga urðu alls fimm á meðan SR-ingar komu pökknum einungis einusinni í netið hjá heimamönnum. Víkingar komust síðan í 7 – 2 strax í upphafi þriðju og síðustu lotunnar og í það skipti var fjallið orðið of bratt fyrir gestina í SR.

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:
Jussi Sipponen 3/3
Andri Már Mikaelsson 1/2
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/2
Björn Már Jakobsson 1/1
Sigurður Reynisson 1/1
Orri Blöndal 1/0
Sigurður S. Sigurðsson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/3

Refsingar SA Víkinga: 22 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:
Milan Mach 2/1
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Michal Danko 1/0
Robbie Sigurðsson 0/2
Viktor Örn Svavarsson 0/1
Sölvi Már Atlason 0/1

Refsingar SR: 10 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH