SA Víkingar - SR umfjöllun

Frá leik liðanna sl. laugardagskvöl
Frá leik liðanna sl. laugardagskvöl

SA Víkingar tóku á laugardaginn á móti Skautafélagi Reykjavíkur á íslandsmóti karla í íshokkí og lauk leiknum með sigri heimamanna Víkinga sem gerður þrjú mörk gegn tveimur mörkum gestanna.

Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast í vetur og í öll skiptin hafa Víkingar farið með sigur af hólmi þótt leikirnir hafa verið nokkuð jafnir. Svo var einnig í þetta skiptir því jafnræði var með liðunum lengi vel. Tvisvar sinnum náðu SR-ingar foystunni en heimamenn í Víkingum jöfnuðu jafnóðum og þannig var staðan að lokinni annarri lotu. 
Strax á annarri mínútu þriðju og síðustu lotunnar skoraði Ingþór Árnason fyrir Víkinga og Víkingar voru nokkuð með þá lotu í höndum sér. SR-ingar voru nokkuð fáliðaðir að þessu sinni þar sem leikmenn voru erlendis

Næsti leikur SR-inga verður á morgun, þriðjudag, en þá fara þeir upp í Egilshöll og mæta Birninum. Esjumenn eiga hinsvegar leik um næstkomandi helgi þegar þeir heimsækja Víkinga norður yfir heiðar.

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:

Sigurður Reynisson 1/1
Jón B. Gíslason 1/1
Ingþór Árnason 1/0
Ben DiMarco  0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Jóhann Már Leifsson 0/1
Andri Már Mikalesson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 18 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Robbie Sigurðsson 1/1
Miloslav Racansky 1/0

Refsingar SR: 10 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH